Það er mikið til í þessu hjá Julian Assange.
Það er falleg hugmynd að hafa eins konar griðland fyrir upplýsingafrelsi á Íslandi, eins og kveðið er á um í Iceland Modern Media Initiative.
En stjórnvöld á Íslandi hafa lengst af verið mjög undirgefin Bandaríkjunum. Og maður veit ekki nema svo verði áfram.
Það er semsagt ekki víst að Ísland sé réttur staður fyrir þetta – þótt sumir láti sig dreyma um það.