Það er oft talað um óljósar markalínur í pólitík samtímans.
Á Englandi skera hægri menn grimmt niður, það er talað um að 500 þúsund störf séu í hættu næstu árinn.
Vinstri menn mótmæla,
Á Íslandi eru það vinstri menn sem eru að skera niður, til dæmis í Orkuveitu Reykjavíkur, fyrirtæki sem hefur verið á heljarbrún.
En þá eru það hægri menn sem mótmæla og segja að stefnan hafi verið að verja störfin.
Það er kannski satt sem sagt er að í evrópskum stjórnmálum nútímans séu eiginlega bara til tvær tegundir af flokkum:
Flokkurinn sem er við völd og flokkurinn sem er ekki við völd.