Það er margvíslegt ruglið sem getur komið upp. Á þessum vef er skrifað að Björk eigi lítið hús sem stendur á Elliðaey – sem er ein af Vestmannaeyjunum. En staðreyndin er sú að þetta er veiðikofi sem er notaður af Vestmanneyingum.
En það er önnur Elliðaeyja í Breiðafirði sem Björk mun hafa haft áhuga á að kaupa í kringum árið 2000. Þá kom upp sá kvittur að stjórnvöld væru til í að gefa Björk eyjuna, eins og lesa má hér.
En hún hafði ekki áhuga á því.
Með „fréttinni“ fylgja myndir af meintu húsi Bjarkar. Það er agnarsmátt.