Þetta er dálítið fyndið á vefnum sannleikurinn.com.
Hagsmunaamtök hinna vel tengdu – sem ekki eiga að gjalda fyrir tengsl sín. Segir meðal annars:
„Hvort sem við erum stjórnmálamenn sem setja lög um fiskveiðistjórnun og maka síðar krókinn á sömu lögum vegna ættartengsla, kærustur sona ráðherra sem fá íslenskan ríkisborgararétt með engri fyrirhöfn, synir landsfeðra sem þiggja héraðsdómaraembætti úr hendi flokksfélaga landsföðursins, eða bara hreinlega ráðherrar sem eru giftir innmúruðum bankastarfsmönnum, þá er tími til kominn að almenningur, og ekki síst fjölmiðlar, fari að skilja það að við erum einfaldlega afburðafólk sem er það afskaplega óheppið að vera vel tengt. Það hefur meira að segja verið fundið upp sérstakt niðrandi orð um þessi ólukkans tengsl sem við líðum sífellt fyrir; hagsmunaárekstur. Hagsmunasamtök hinna vel tengdu hafna með öllu því að slík köpuryrði séu viðhöfð um félagsmenn þeirra, sem og önnur ljót orð af sama toga, svo sem spilling eða nepótismi. Of lengi höfum við þurft að líða fyrir tengsl okkar með því að þurfa að sitja undir níði af þessu tagi í fjölmiðlum – því eins og allir vita þá er eitt það versta sem getur hent nokkra manneskju það að fjallað sé um persónu og tengsl viðkomandi í fjölmiðlum.“