fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Hagsmunasamtök vel tengdra

Egill Helgason
Föstudaginn 22. október 2010 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er dálítið fyndið á vefnum sannleikurinn.com.

Hagsmunaamtök hinna vel tengdu – sem ekki eiga að gjalda fyrir tengsl sín. Segir meðal annars:

„Hvort sem við erum stjórnmálamenn sem setja lög um fiskveiðistjórnun og maka síðar krókinn á sömu lögum vegna ættartengsla, kærustur sona ráðherra sem fá íslenskan ríkisborgararétt með engri fyrirhöfn, synir landsfeðra sem þiggja héraðsdómaraembætti úr hendi flokksfélaga landsföðursins, eða bara hreinlega ráðherrar sem eru giftir innmúruðum bankastarfsmönnum, þá er tími til kominn að almenningur, og ekki síst fjölmiðlar, fari að skilja það að við erum einfaldlega afburðafólk sem er það afskaplega óheppið að vera vel tengt. Það hefur meira að segja verið fundið upp sérstakt niðrandi orð um þessi ólukkans tengsl sem við líðum sífellt fyrir; hagsmunaárekstur. Hagsmunasamtök hinna vel tengdu hafna með öllu því að slík köpuryrði séu viðhöfð um félagsmenn þeirra, sem og önnur ljót orð af sama toga, svo sem spilling eða nepótismi. Of lengi höfum við þurft að líða fyrir tengsl okkar með því að þurfa að sitja undir níði af þessu tagi í fjölmiðlum – því eins og allir vita þá er eitt það versta sem getur hent nokkra manneskju það að fjallað sé um persónu og tengsl viðkomandi í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“