fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Risastórt veðmál

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. október 2010 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bretlandi er deilt um niðurskurðinn sem var endanlega tilkynntur í gær.

Það er gegnumgangandi viðhorf í fjölmiðlum að niðurskurðurinn komi verst niður á fátæku fólki og bótaþegum. Sveitarstjórnir kvarta líka, líklegt er að stór hluti þeirra 500 þúsund manna sem eiga eftir missa vinnuna starfi þar.

En bankarnir sleppa vel, Bretland er sagt vera svo háð bankakerfi sínu og fjármálastarfsemi að seint verði hróflað við þessu – jafnvel þótt Gordon Brown hafi hótað því á tíma hrunsins 2008.

Fjölmiðlamógúllinn og auðkýfingurinn Rupert Murdoch hrósar ríkisstjórninni, hann styður hana heils hugar – það veit ekki á gott. Murdoch telur sig eiga að ráða því í gegnum sorppressu sína hver stjórnar í Bretlandi.

Svo er líka eins og bæði leiðarahöfundar blaða og sérfræðingar eigi erfitt með að gera upp hug sinn: Er það rétt aðferð til að komast út úr kreppu að skera svo grimmilega niður, eða er betra að nota aðferð Keynes og reyna að auka umsvifin í samfélaginu – eyða sig út úr kreppunni.

Fjölmiðlarnir lýsa þessu sem risastóru veðmáli. Ef það gengur upp muni David Cameron, George Osborne og Nick Clegg – þessir drengjalegu karlmenn – standa með pálmann í hendinni, en ef ekki verði þeir úthrópaðir. Sérstaklega Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sem í gær sat í þinginu við hlið hinna tveggja úr Íhaldsflokknum og brosti út að eyrum eins og hann væri einn úr gamla vinahópnum úr Eton.

Nick-Clegg-George-Osborne-006

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“