Það er deilt um kristnifræðikennslu í skólum. En auðvitað þarf maður að læra um kristindóminn. Það er partur af því að skilja vestræna menningu, og skiptir engu hvort maður trúir eða ekki. Maður þarf að vita um Abraham og Ísak sem er endalaust vitnað til í alls kyns ritum og maður þarf að þekkja söguna um faríseann og tollheimtumanninn og um upprisu Lasarusar. Það skiptir minna máli í landi eins og okkar að kunna deili á guðum hindúa.
Mér fannst kristnifræði alltaf frekar áhugaverð í skóla og fékk góðar einkunnir í henni. Kennslan var reyndar oft dálítið skrítin. Í einum skólanum voru tveir kristnifræðikennar, annar var að reyna að fá nemendurna til að fara í helgileiki – stelpurnar sögðu að hann notaði tækifærið til að snerta þær – hinn hafði ógurlegan áhuga á örlögum kristinna píslarvotta í Rómarveldi og lýsti kvölum þeirra nákvæmlega og teiknaði gjarnan pyntingatólin upp á töflu.
Ég man að börnunum fundust báðir þessir menn frekar einkennilegir en þeir voru virtir borgarar.