fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Kennsla í kristnifræði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. október 2010 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um kristnifræðikennslu í skólum. En auðvitað þarf maður að læra um kristindóminn. Það er partur af því að skilja vestræna menningu, og skiptir engu hvort maður trúir eða ekki. Maður þarf að vita um Abraham og Ísak sem er endalaust vitnað til í alls kyns ritum og maður þarf að þekkja söguna um faríseann og tollheimtumanninn og um upprisu Lasarusar. Það skiptir minna máli í landi eins og okkar að kunna deili á guðum hindúa.

Mér fannst kristnifræði alltaf frekar áhugaverð í skóla og fékk góðar einkunnir í henni. Kennslan var reyndar oft dálítið skrítin. Í einum skólanum voru tveir kristnifræðikennar, annar var að reyna að fá nemendurna til að fara í helgileiki – stelpurnar sögðu að hann notaði tækifærið til að snerta þær – hinn hafði ógurlegan áhuga á örlögum kristinna píslarvotta í Rómarveldi og lýsti kvölum þeirra nákvæmlega og teiknaði gjarnan pyntingatólin upp á töflu.

Ég man að börnunum fundust báðir þessir menn frekar einkennilegir en þeir voru virtir borgarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“