Það er sagt að Chelsea hótelið í New York sé til sölu. Ef einhver vill kaupa hús fullt af minningum, þá er þarna tækifæri.
Ég skoðaði hótelið fyrir nokkrum árum, hafði alltaf ímyndað mér að það væri lítið og niðurnítt, en þetta er stóreflis bygging í Greenwich Village – jú, að vísu með viðeigandi yfirbragð stoltrar hnignunar.
Listinn yfir frægt fólk sem þarna hefur dvalið er langur, og yfirleitt eru það ekki einhverjir fínimenn, heldur uppreisnarseggir og fólk sem var á skjön við samfélagið.
Þarna voru bítnikkarnir Kerouac, Ginsberg, Burroughs og Corso, Áður voru þarna Eugene O´Neil og Thomas Wolfe, og svo Dylan Thomas sem gisti á hótelinu þegar hann drakk sig til dauða árið 1953.
Og svo kom poppið og rokkið og allt það. Bob Dylan er sagður hafa samið lög á Blonde on Blonde plötunni í einu herberginu, en Leonard Cphen samdi þennan söng um það þegar hann og Janis Joplin hittust á Chelsea hótelinu.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=pGfgMYfdBFc]