fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Húsnæðisverð og launaþróun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. október 2010 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi skýringamynd birtist á vef DataMarket með eftirfarandi texta:

„Í Crash Course fyrirlestrum Chris Martenson er mjög áhugaverð lýsing á einkennum þess þegar verðbólur myndast á markaði. Þar er m.a. mynd sem hann sýndi þegar hann var gestur í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum síðan sem sýnir samhengi húsnæðisverðs og launaþróunar og hvernig það samband virðist hafa rofnað í Bandaríkjunum í kringum árið 2000.

Vegna áskorana úr nokkrum áttum, ákváðum við að endurgera þessa mynd m.v. íslenskan veruleika:

husnaedi vs laun-1

Lóðrétti ásinn sýnir breytingar á þessum stærðum í prósentum frá ársbyrjun 1989.

Það er rétt að setja tvo fyrirvara við þessa mynd áður en ályktanir eru dregnar:

  1. Annars vegar ræður upphafsdagsetningin nokkru um það hvernig hún lítur út, þ.e. hvenær nákvæmlega línurnar skerast. Þeir tímapunktar eru því ekkert merkilegir sem slíkir. Hending réði því að launavísitalan eins og hún er notuð í dag nær aftur til 1989 og því er það viðmiðunardagsetningin.
  2. Hins vegar ná samfelldar tímaraðir yfir húsnæðisverð ekki yfir allt þetta tímabil og því þurftum við að „splæsa“ saman tveim tímaröðum til að sýna þá þróun. Frumgögnin má nálgast með því að fylgja tenglinum í lok færslunnar.

Að þessu sögðu má sjá að þessar tvær stærðir haldast nokkuð vel í hendur frá upphafi þessa tímabils þar til árið 2005 þegar húsnæðisverðið tekur kipp án þess að samsvarandi breyting verði í laununum. Fasteignaverðið er svo að nálgast fyrra jafnvægi við launin aftur, en á líklega nokkuð í land ef marka má þessa mynd og þessa aðferðafræði. Munið þó að skurðpunktar línanna segja ekki alla söguna, heldur að stærðirnar tvær séu að nálgast einhvers konar jafnvægi.

Frumgögnin á bak við þessa mynd má nálgast öll í einu lagi á vef DataMarket, og þaðan má rekja sig til upprunaheimilda með því að smella á tenglana á „Heimildir“ undir myndinni. Það vantar enn nokkuð á að notendur geti sjálfir stillt svona mynd upp að öllu leyti á vefnum hjá okkur, en þangað stefnum við vitaskuld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“