Þessi skýringamynd birtist á vef DataMarket með eftirfarandi texta:
„Í Crash Course fyrirlestrum Chris Martenson er mjög áhugaverð lýsing á einkennum þess þegar verðbólur myndast á markaði. Þar er m.a. mynd sem hann sýndi þegar hann var gestur í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum síðan sem sýnir samhengi húsnæðisverðs og launaþróunar og hvernig það samband virðist hafa rofnað í Bandaríkjunum í kringum árið 2000.
Vegna áskorana úr nokkrum áttum, ákváðum við að endurgera þessa mynd m.v. íslenskan veruleika:
Lóðrétti ásinn sýnir breytingar á þessum stærðum í prósentum frá ársbyrjun 1989.
Það er rétt að setja tvo fyrirvara við þessa mynd áður en ályktanir eru dregnar:
Að þessu sögðu má sjá að þessar tvær stærðir haldast nokkuð vel í hendur frá upphafi þessa tímabils þar til árið 2005 þegar húsnæðisverðið tekur kipp án þess að samsvarandi breyting verði í laununum. Fasteignaverðið er svo að nálgast fyrra jafnvægi við launin aftur, en á líklega nokkuð í land ef marka má þessa mynd og þessa aðferðafræði. Munið þó að skurðpunktar línanna segja ekki alla söguna, heldur að stærðirnar tvær séu að nálgast einhvers konar jafnvægi.
Frumgögnin á bak við þessa mynd má nálgast öll í einu lagi á vef DataMarket, og þaðan má rekja sig til upprunaheimilda með því að smella á tenglana á „Heimildir“ undir myndinni. Það vantar enn nokkuð á að notendur geti sjálfir stillt svona mynd upp að öllu leyti á vefnum hjá okkur, en þangað stefnum við vitaskuld.“