Niðurstöður MMR í könnun á trausti til stofnana samfélagsins eru athyglisverðar. Kemur ekki á óvart að traustið er í algjöru lágmarki á mörgum sviðum. Bankakerfið nýtur trausts upp á 3 prósent, Alþingi upp á 7,5 prósent, ríkisstjórnin 10,9 prósent en stjórnarandstaðan aftur á móti 17,8 prósent.
Svo kemur niðurstaðan fyrir fjömiðlana. Traustið til þeirra mælist 14,8 prósent, sem er ekki mikið. En svo birtist allt öðruvísi tala þegar Ríkisútvarpið á í hlut – traustið til þess mælist 52 prósent.
Það er hins vegar lögreglan sem nýtur mests trausts, það er 81 prósent samkvæmt skoðanakönnunninni, en Háskóli Íslands kemur á eftir með 67,7 prósent. Ríkisútvarpið er svo í þriðja sæti.