fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Júlíus Sólnes: Enn um leiðréttingu á húsnæðislánum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. október 2010 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Sólnes, prófessor og fyrrverandi ráðherra,  er höfundur þessarar greinar. Hann skrifaði aðra grein sem birtist hér á vefnum fyrir nokkrum dögum þar sem hann fjallaði um breytingar á lánskjaravísitölu.

— — —

Enn um leiðréttingu á húsnæðislánum

Umræðan um lækkun húsnæðisskulda um allt að 18% bylur nú á landsmönnum. Ríkisfjölmiðlunum virðist mjög annt um að koma í veg fyrir sanngjarna skuldaleiðréttingu og taka viðtal við hvern spekinginn á fætur öðrum sem telur slíka leiðréttingu brjálæði eða þaðan af verra. Hún sé alltof dýr, kosti ríkið eða öllu heldur skattgreiðendur um 220 milljarða króna. Sem sé mismun á væntingum fjármálastofnana á innheimtu húsnæðislána næstu 25 til 40 árin, sem greiða skal strax á morgun. Þá óttast margir viðmælenda, að þeir sem tóku stóru lánin, ,,græði“ of mikið. Þessu síðastnefnda svaraði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, ágætlega fyrir meira en ári síðan. Hann benti á, að yrði mikill jarðskjálfti á Suðurlandi sem legði öll hús á Selfossi í rúst (vona að það gerist aldrei), ætti þá að neita að bæta þeim tjónið sem væru taldir búa í of stórum og dýrum húsum. Um hitt atriðið hvernig á að milda þá hækkun húsnæðislána sem orðið hefur í hruninu, er rétt að líta til baka og læra af sögunni.

Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákvað 1983 að afnema vístölutengingu launa til að reyna að koma böndum á verðbólguna sem þá grasseraði. Næstu ár á eftir fundu launþegar áþreifanlega fyrir því hvernig höfuðstóll lánanna jókst hratt í 30% verðbólgu, en launin stóðu í stað. Sigtúnshópurinn svokallaði, en Ögmundur Jónasson, núverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra, var aðaltalsmaður hans, vakti óspart athygli á þessu óréttlæti. Fulltrúar launþega í verkalýðshreyfingunni tóku undir það, andstætt því sem nú gerist. Þetta leiddi til þess, að lánskjaravísitölunni var breytt með lögum í janúar 1989 og launavísitala reiknuð inn í hana að einum þriðja. Þetta lækkaði verðtryggðar skuldir landsmanna verulega á næstu mánuðum og misserum. Mér varð á í messunni í síðustu skrifum mínum, því að mig minnti að engum andmælum hefði verið hreyft við þessu. Svo var þó ekki. Tveir aðilar fóru í mál og kröfðust þess að verðtryggð skuldabréf sem þeir áttu, skyldu greidd samkvæmt gömlu vísitölunni. Viðskiptaráðherra hefði ekki haft vald til þess að breyta vísitölugrunni verðtryggingar þeirra. Ríkið vann málin á báðum dómsstigum og taldi Hæstiréttur ekkert því til fyrirstöðu að breyta vísitölunni með þeim hætti sem var gert. Þess vegna var ekkert aðhafzt þegar lánskjaravísitölunni var breytt aftur 1995, en á ný voru það helztu forvígismenn launþegasamtaka sem kröfuðst þessa. Þeir töldu að vísitalan frá 1989 væri orðin of óhagstæð fyrir launafólk. Aftur vekur það athygli, að 2010 berjast forvígismenn launþega hvað harðast gegn því að milda áhrif vísitölunnar.

Líklega verður ekki hægt að leiðrétta vísitöluna aftur á bak, þannig að höfuðstóll lána lækki með þeim hætti. Hins vegar getur ríkisstjórnin-og hefði fortakslaust átt að gera það strax haustið 2008-breytt vísitölunni með lögum og reglugerð í hvelli. Lagað hana til, þannig að höfuðstóll lána lækki umtalsvert á næstu mánuðum og misserum. Fjármálastofnanir geta ekki sagt be eða bú við því og ekki krafizt eins eða neins sbr. Hæstaréttardómana frá 1995 og 96. Slík almenn leiðrétting er bæði sanngjörn og einföld. Ríkisstjórninni sem komst til valda í febrúar 2009 og ætlaði að slá skjaldborg um heimilin í landinu, virðist því miður fyrirmunað að gera nokkuð af viti í þessu stóra hagsmunamáli landsmanna.

Júlíus Sólnes

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“