fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Þegar Martin Peters kom til Íslands

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. október 2010 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengir og stúlkur biðu eftir því í gær að fá eiginhandaráritun hjá knattspyrnugoðinu Christiano Ronaldo. Sumir krakkarnir af því hann er svo góður í fótbolta, aðrir af því hann er svo sætur.

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar fótboltamaðurinn Martin Peters kom til Íslands um 1970. Hann hefur þá líklega leikið með Tottenham sem mætti ÍBK í Evrópukeppni.

Martin Peters varð stjarna þegar hann, kornungur leikmaður, spilaði með Englendingum í heimsmeistarakeppninni 1966. Hann skoraði meira mark að segja í úrslitaleiknum. Peters, sem var alinn upp hjá West Ham, var einnig með í heimsmeistarakeppninni 1970.

Vinur minn einn úr Vesturbænum hélt mikið upp á Peters. Má jafnvel segja að hann hafi verið átrúnaðargoð hans. Strákurinn lagði á sig að bíða löngum stundum fyrir utan Hótel Sögu þar sem ensku leikmennirnir bjuggu í von um að koma auga á goðið – og fá hjá honum eiginhandaráritun.

Svo kom hann loks út af hótelinu. En þá var hann fúll á svipinn og strunsaði framhjá drengnum án þess að virða hann viðlits og upp í bíl.

Nú fjörutíu árum síðar sárnar honum þetta ennþá.

Ég vona að Ronaldo hafi gefið einhverjum aðdáendum sínum áritun sína.

THFC36

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“