fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Opið bréf til umboðsmanns skuldara

Egill Helgason
Mánudaginn 11. október 2010 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta bréf sendi Atli Steinn Guðmundsson.

— — —

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara

Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að virðast sláandi hve fáa næst í en strax á eftir hnýtur maður um það í fréttaflutningnum að 43 prósent aðspurðra hafi ekki nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölu, 18 prósent hafi ekki getað svarað því hvort fresturinn hafi verið nýttur og 48 prósent hafi ekki nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Punkturinn yfir i-ið er sá að tíundi hluti aðspurðra veit ekki hver er gerðarbeiðandi við yfirvofandi nauðungarsölu.

Við nánari skoðun kemur engin þessara talna sérstaklega á óvart. Mörg þúsund Íslendingar, sem gerðir hafa verið að annars flokks borgurum og hálfgerðum glæpamönnum í sínu eigin heimalandi, eru flúnir af landi brott og hafa kosið að leita hamingjunnar hér í Noregi og víðar. Þetta er venjulegt fólk eins og sá sem þessar línur ritar. Ekki undrar mig að þessi hópur svari ekki símanum þegar stofnananúmer með forskeytið +354 blasir við á skjánum.

Varðandi það hlutfall fólks sem ekki hefur kosið að nýta sér frestun nauðungarsölu, úrræði vegna greiðsluerfiðleika eða veit yfir höfuð ekki hvaða stofnun er að bjóða fasteign þess upp má einnig auðveldlega finna gjaldgenga skýringu. Þessi hópur hefur einfaldlega gefist upp á bið eftir nothæfum úrræðum og sætt sig við að spilltum bönkum hefur verið gefið veiðileyfi á hann.

Hvað hina snertir, þá sem þegar eru farnir, snýst málið ekki lengur um raunverulegt val. Án þess að ég ætli mér að tala hér fyrir hönd nokkurs skilgreinds hóps veit ég að ég tala fyrir hönd – og báðar hendur – margra í sístækkandi hópi sem ég hef rætt við á götum Stavanger í sumar og mætti vafalaust heimfæra á íslenska nýbúa fleiri skandinavískra borga. Þetta er fólkið sem ákvað fyrir löngu að flýja Ísland og ætlar ekki að leggja það á sig núna að flytja til baka, loksins þegar farið er að ræða um einhver möguleg úrræði. Núna er þetta orðið of seint, Ásta Sigrún, og þau boð mættu einnig ná eyrum hæstvirtra ráðherra forsætis og fjármála. Allt of seint.

Ég lagði það á mig síðasta vetur, ásamt konu minni og samhliða MA-ritgerð, að læra norsku, sækja um tæplega 200 störf í Noregi, moka allri minni búslóð inn í 40 feta gám, ræða við tugi hugsanlegra leigusala í Stavanger, fljúga þangað í samgöngutæki sem er ekki hannað fyrir 194 sentimetra hátt fólk, stíga mín fyrstu skref á norskum vinnumarkaði innan um fólk sem talar óskiljanlegustu mállýsku Noregs og töluvert margt fleira. Núna ætla ég ekki að endurtaka þetta ferli í hina áttina. Ég hefði hins vegar hugsanlega hætt við flutninginn hefði einhver til þess bær aðili sýnt einhvern lit í fyrrasumar í síðasta lagi.

Núna er ég löngu búinn að afskrifa í huga mér hús okkar og íbúð á Íslandi og hyggst ekki notfæra mér úrræði sem koma ári of seint. Sú ákvörðun var reyndar tekin að mestu leyti þegar ég bað Frjálsa fjárfestingarbankann í ársbyrjun 2009 um frystingu á myntkörfuláni sem hafði hækkað úr 17 milljónum í tæpar 40 á um það bil ári, það eru um það bil 55.555 krónur á sólarhring. Svarið var: ‘Þú getur alveg sótt um frystingu en við munum segja nei.’ Þessum lánum héldu bankarnir látlaust að íslenskum almenningi sem öruggum valkosti við verðtryggð lán.

Þarna brast mín þolinmæði, Ásta, og ég veit að allt of margir hafa svipaða sögu að segja. Ég virði það góða starf sem þitt embætti virðist ætla að hleypa af stokkunum og ég ætla ekki að láta þess ógetið hvílíkt gleðiefni það er að 82 prósent aðspurðra hafi þegið íhlutun embættisins í kjölfar símtals. En í tilfelli mjög margra Íslendinga er barnið löngu dottið ofan í hinn fræga brunn. Vonandi ná þau skilaboð einnig eyrum hinna allra náðugustu arfaherra, Árna Páls Árnasonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar.

Með vinsemd og virðingu,

Atli Steinn Guðmundsson,
heimatilbúinn vanskila- og glæpamaður úr smiðju íslenskra banka og stjórnvalda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?