fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Umbrot á blaðamarkaði

Egill Helgason
Laugardaginn 9. október 2010 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppni á blaðamarkaði harðnar til muna við útgáfu Fréttatímans.

Blaðið hefur nú komið út tvívegis, það er reyndar furðu líkt Fréttablaðinu, enda starfar við blaðið fólk sem mestanpart kemur þaðan.

Ég hef aldrei verið mjög trúaður á fyrirbærið fríblöð. Hef reyndar aldrei á ævinni séð fríblað sem telja má verulega gott. Skýringin liggur í tvennu: Annars vegar að aðalmarkhópur fríblaða eru í raun auglýsendur. Og svo í hinu að fríblöð eiga helst ekki að stuða neinn – svipmót þeirra er því oft frekar slappt.

Eigendur Fréttablaðsins bregðast ókvæða við útgáfunni að því er manni skilst. Þeir vilja ekki sjá að baki krónu í auglýsingatekjur. Hafa að sögn haft samband við ýmsa auglýsendur og hótað að þeir missi afslætti ef þeir auglýsi í Fréttatímanum.

Það eru ólíðandi vinnubrögð.

Að því sögðu sýnist manni að Fréttatímin taki ekki síður auglýsingar frá Morgunblaðinu en Fréttablaðinu. Fyrirtæki eins og Nóatúnsbúðirnar sem hafa auglýst mikið í Mogganum auglýsa nú í Fréttatímanum. Það er skiljanlegt. Blaðið er borið í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu – eða það er stefnan – meðan lesendahópur Moggans minnkar stöðugt og verður aldraðri. Í raun er lítill tilgangur í að auglýsa í Morgunblaðinu nema maður ætli að ná í mjög þröngan markhóp eða vilji beinlínis styrkja útgáfuna.

Morgunblaðsmenn hafa kvartað undan því að auglýsingar frá Högum birtist ekki í blaðinu. En á móti kemur að auglýsingar frá sýslumönnum og opinberum stofnunum birtast í Mogganum, rétt eins og það sé ennþá útbreiddasti fjölmiðill landsins.

Í þessari baráttu hefur DV nokkra sérstöðu. Blaðið byggir að mjög litlu leyti á auglýsingatekjum, á móti hefur því tekist að fjölga áskrifendum. Það er sjálfstæðasti og krítískasti prentfjölmiðillinn á Íslandi – og í raun sá mikilvægasti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti