fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Verðugur verðlaunahafi

Egill Helgason
Föstudaginn 8. október 2010 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, er í fangelsi og veit sennilega ekki af því að hann hefur fengið verðlaunin. Liu er afar verðugur verðlaunahafi. Hann afplánar nú ellefu ára fangelsisdóm.

Ætli honum verði sleppt lausum til að taka við verðlaununum?

Liu er meðal annars frægur fyrir að vera einn af hvatamönnum svokallaðrar Stefnuskrár 08, en það er plagg sem var undirritað af 303 menntamönnum og mannréttindabaráttufólki.

Þar eru settar fram kröfur um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars um sjálfstæða dómstóla, aðgreiningu valds, tjáningar- og félagafrelsi,  umhverfisvernd og mannréttindi.

Kínverska stjórnin hefur ofsótt marga sem skrifuðu undir Stefnuskrá 08, algjört bann hefur verið við að fjalla um hana í kínverskum fjölmiðlum og einnig hafa stjórnvöld reynt að þurrka út öll merki um hana á internetinu.

Í þessari vídeófrétt Guardian er sagt frá Liu Xiaobo og þessu merka plaggi sem margir telja að marki tímamót í mannréttindabaráttu í Kína.

-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti