fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Deilt um niðurskurð

Egill Helgason
Föstudaginn 8. október 2010 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítill vandi í umræðu á Íslandi hversu margir eru æpandi.

Nú erum við að ganga í gegnum fjárlög sem hefur verið vitað lengi að yrðu þau erfiðustu sem um getur. Það verður deilt um margt í þessum fjárlögum. Fyrirfram töldu margir að þau yrðu erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar.

Nú er til dæmis rifist um stjúkrastofnanir úti á landi.

Fólk á stöðum þar sem þessi niðurskurður kemur sér illa rís upp – kannski eðlilega. Um leið myndast ógurlegur þrýstingur á stjórnmálamenn, ekki síst þá sem sitja í fjárlaganefnd. Þess má geta að í fjárlaganefnd eru einungis tveir þingmenn frá höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er vond umræða. Það verður að kynna kosti og galla þessa á þessum tíma samdráttar og niðurskurðar. Stjórnmálamönnum og fjölmiðlum ber skylda til þess að hafa umræðuna á vitrænum nótum.

Það eru vitaskuld margir kostir við að hafa heilbrigðisþjónustu í héraði, sem næst notendunum. En á móti kemur að samgöngur eru miklu betri en áður – og auðveldara að koma fólki á spítala á þéttbýlisstöðum. En á hinn bóginn eiga allir rétt á góðri heilsugæslu – til þess borgum við skatta – hvaða kröfur eigum við að gera til hennar?

Og svo má spyrja í framhaldi af þessu hvaða vit sé í að byggja stórt svokallað hátæknisjúkrahús í Reykjavík þegar verið er að skera alls staðar niður í heilbrigðisþjónustunni – læknar fara úr landi í leit að betri kjörum og lyfjaverð hækkar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu