Margir hafa haft samband við mig vegna umfjöllunar Kristínu Jónsdóttur skáldkonu í Hlíð í Lóni sem birtist í Kiljunni í gær.
Ég var sjálfur fjarskalega sáttur við þetta efni. Við vorum í hinni fögru Lónssveit – sem mér hefur alltaf fundist ævintýralegur staður – í fögru veðri síðsumars.
Ljóðabók Kristínar, Bréf til næturinnar, kom út í fyrra. Það var svosem ekki hávaðanum fyrir að fara vegna útgáfunnar – útgefandinn eru ljóðaunnendur á Austurlandi – en bókin spurðist vel út og ég veit að nú er hún eftirsótt.
Mér heyrist að margir vilji kaupa bókina og vona að þeir geti náð í eintak.