fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Undirmáls

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. október 2010 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þennan pistil.

— — —

Með því að fylgjast með umræðum undanfarin ár, t.d. í Silfrinu, má með tímanum gera sér grein fyrir heildarmyndinni af þeim vanda sem felst í því að vera Íslendingur. Fyrir það er aðeins hægt að skammast sín þessa dagana.

Ýmsir hafa bent á undarleg einkenni þessa þjóðflokks og hafa því til stuðnings birt áratugagömul skrif Halldórs Laxness um að „Íslendinga setji hljóða þegar kemur að kjarna máls, stunda orðhengilshátt, deila um tittlingaskít og telja að þau lög ein gildi sem sýkna þá af öllum glæpum“.

Í Silfrinu síðastliðinn sunnudag kom fram einstaklega góð yfirsýn Einars Steingrímssonar á einkennum hópamyndunar í íslensku samfélagi þar sem undirmálsfólk nær oftast að hafa þá sem meiri verðleikum eru gæddir undir. Þetta  gegnsýrir alla hefðbundna hérlenda stjórnmálaflokka og náði t.d. hámarki í Sjálfstæðisflokknum á nú síðustu áratugum. Samsetning Alþingis Íslendinga er svo afurðin af þessum ófögnuði. Því er eðlileg krafa að þar verði hreinsað alveg út.

Íslendingar hafa ætíð verið sjálfum sér og sínum verstir. Þeir þurfa ekki að leita að óvinum annars staðar. Í þessum efnum er rétt að minnast þátta um þjóð í hlekkjum hugarfarsins sem sýndir voru í sjónvarpi 1993. Hér varð allt vitlaust þegar þættirnir afhjúpuðu þrælahald sem Íslendingar stunduðu og nefndist vistarband. Gott væri því að endursýna þættina hið fyrsta.

Árátta „undirmáls“ Íslendinga til að stunda þrælahald á samborgurum sínum er enn inngróin í stóran hluta starfsemi þjóðfélagsins. Áráttan birtist okkur m.a. í formi okurs á öllu vöruverði í skjóli ónýts gjaldmiðils, klíkumyndunar, okurvaxta, verð- og gengistrygginga á lánum sem yfirframboð var af áður en fjármálakerfi landsins hrundi. Niðurstaðan er svo sú að unga fólkið okkar, fólkið sem tekur við og elur börnin, afkomendurna, er orðið að þrælum okrara og nokkurra fjölskyldna sem hirt hafa eignir þjóðarinnar. Við erum að tala um nútímaform á þrælahaldi. Vistarband undir nýjum formerkjum. Krónan virkar vel til að loka liðið inni.

Íslendingar eru hver öðrum verstir. En ömurlegra er að sjá hvernig þeir huga að börnum sínum og framtíð þeirra. Sem dæmi er í sumum grunn- og leikskólum börnununum boðið upp á óætt útboðssull sem fullorðnir leggja sér ekki til munns. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að menntun er hér lakari en í nágrannalöndunum. Svokallaðir háskólar eru verstir.  Að skólagöngu lokinni er ekkert vit í að festa ráð sitt, stofna heimili eða eignast börn. Slíkt er, í flestum tilfellum, ávísun á langvarandi þrældóm og erfiðleika. Ef ráða á börnunum heilt þá er það að koma sér fyrir í öðrum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti