fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Listin er löng, lífið stutt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. október 2010 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru engir í þessu samfélagi sem hafa meiri meðgjöf en kvótahafar. Þeim eru beinlínis gefin afnot af fiskveiðiauðlindinni sem aðrir landsmenn njóta ekki. Þeir hafa líka getað verslað með hana að vild og veðsett. Ef einhverjir eru styrkþegar samfélagsins þá eru það kvótamenn.

Einn helsti talsmaður kvótahafa á Alþingi er Ásbjörn Óttarson. Það komst upp fyrr á þessu ári að hann hefði greitt sér mikinn arð úr fyrirtæki sem var algjörlega á hausnum. Þá var spurt hvort Ásbjörn myndi segja af sér þingmennsku.

En hann þolir ekki menningu.

Hann er nánast eins og Hermann Göring sem sagði: „Þegar ég heyri orðið menningu dreg ég fram skambyssuna.“

En Ásbjörn vill láta afnema alla styrki til listiðkunnar og spyr hvort listamenn geti ekki fengið sér vinnu eins og annað fólk.

Listin er nú samt eitt af því fáa sem virðist standa almennilega af sér kreppuna á Íslandi. Nýskeð fékk íslenski leikhópurinn Vesturport evrópsku leiklistarverðlaunin. Hér er að hefjast eftir nokkra daga hin frábæra tónlistarhátíð Iceland Airwaves sem dregur mikinn fjölda útlendinga til landsins.. Það er verið að þýða 80 íslenskar bækur á þýsku, þær verða í brennidepli á bókamessunni miklu í Frankfurt sem er heimsviðburður. Á Íslandi er blómlegasta bókaútgáfa í heimi miðað við fólksfjölda.  Gestir í leikhús árið 2009 voru hátt í hálf milljón. Tónlistarlífið blómstrar, undirstaðan undir því eru tónlistarskólar sem starfa um allt land. Framlag svokallaðra skapandi greina til íslenska hagkerfisins er mjög mikið – þótt gildi menningar eigi ekki endilega að mæla í peningum.

Um tónlistarhúsið má vissulega deila. En í raun er það miklu frekar birtingarmynd útrásartímans og hugmynda hans en listalífsins hér í landi.

Á latínu segir að lífið sé stutt en listin sé löng. Ars longa, vita brevis.

Það er merkilegt, og því tekur maður eftir þegar maður sér um bókmenntaþátt, hvað minning listamanna og skálda lifir, ólíkt til dæmis pólitíkusa (eða fjölmiðlamanna) sem flestir gleymast voða fljótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti