fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Togstreita milli banka og ríkisstjórnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. október 2010 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er togastreita milli bankanna og ríkisstjórnarinnar um hvernig eigi að taka á skuldamálum heimilanna. Ríkisstjórnin bendir á bankana og bankarnir benda á ríkisstjórnina. Í raun er þetta sorglegt, bankarnir voru komnir á hnén, en svo var ákveðið að endurreisa þá í nánast óbreyttri mynd. Það er að koma á daginn að þetta voru mikil mistök.

Þessi togstreita tekur á sig ýmsar myndir. Pressan er í dag með miklar innanhúsupplýsingar úr Arionbanka um hvernig hann hafi ætlað nánast að bjarga skuldurum þessa lands upp úr feninu – en Jóhanna Sig hafi ekki haft áhuga

Lesandi síðunnar sendi eftirfarandi nótu vegna þessa:

„Þessi frétt á augsýnilega að fegra Arionbanka í debatti þessara daga.

Ekki kann ég nú utanað hvaða eignar- og samskiptatengsl eru á milli VÍS, eins aðaleiganda Pressunnar, og Arion. En náin eru þau tengslin, VÍS býður viðskiptavinum sínum vildarkjör ef þeir eru hjá Arionbanka og Arionbanki býður sínum kúnnum að tryggja hjá VÍS. Þetta má auðvitað rekja lengr aftur í tímann, þegar einn banki og eitt tryggingafélag rugluðu saman reitum sínum – og þannig er þetta reyndar ennþá.

En dálítið lyktar hún einkennilega þessi frétt í ljósi upplýsinga gærdagsins um eignarhald VíS í Pressunni .“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti