fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Ásetningur að koma þjóðinni í þessa stöðu?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. október 2010 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þennan pistil.

— — —

Ég var að lesa skýrslu um afleiðingar hækkunar veðhlutfalls húsnæðislána frá 2004(hana er hægt að nálgast á vef Seðlabankans). Skýrslan er frá Seðlabankanum til félagsmálaráðherra sem þá var Framsóknarmaður. Í henni stendur meðal annars:

„Að lokum gerir hækkun markaðsverðs húsnæðis einstaklingum kleift að nýta eigið fé í húsnæði til að auka einkaneyslu með aukinni skuldsetningu (e. Equity withdrawal). Á móti kemur að einstaklingar sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði standa frammi fyrir hærra kaupverði og greiðslum af hærri lánum sem rýrir neyslumöguleika þeirra.“ (Húsn.skýrsla, bls. 62)

„Til skemmri tíma hefur þetta í för með sér bætt aðgengi að lánsfé sem eykur eftirspurn eftir húsnæði og hækkun húsnæðisverðs. … sem hvetur til aukinnar húsnæðisfjárfestingar og leiðir þar með til hækkunar fjárfestingarhlutfallsins. Eftir nokkurra ára skeið snúast þessi áhrif við þar sem aukin lántaka leiðir til hækkunar skulda og aukinnar greiðslubyrði, sem dregur úr eftirspurn eftir húsnæði að öðru óbreyttu.“ (Húsn.skýrsla, bls. 65)

„Megin niðurstaða þessara útreikning er að fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi íbúðalána séu til þess fallnar að auka á þenslu í hagkerfinu þegar síst skyldi, þ.e. einmitt þegar stóriðjuframkvæmdir standa sem hæst. Verðbólguþrýstingur mun því aukast í kjölfarið, og Seðlabankanum er skylt að bregðast við því.“ (Húsn.skýrsla, bls. 70)

„Þar að auki eru langtímaáhrif kerfisbreytinganna þau að skuldsetning íslenskra heimila eykst sem veldur því að hagkerfið endar á lægra neysluferli en ella. Þetta veldur áhyggjum í ljósi þess að skuldsetning íslenskra heimila er þegar orðin mjög há í sögulegu og alþjóðlegu samhengi.“ (Húsn.skýrsla, bls. 71)

„Fyrir rúmum áratug gengu fjármálakreppur yfir í Evrópu og Norður-Ameríku. Ein helsta ástæðan fyrir þessum vandræðum var sú að fasteignaverð lækkaði svo mikið að veð dugðu ekki fyrir skuldum. Þetta náði ekki til Íslands að ráði, enda eignir ekki orðnar mjög hátt veðsettar.“ (Húsn.skýrsla, bls. 72)

Stjórnmálamenn vissu um afleiðingarnar og því hlýtur það að hafa verið hreinn ásetningur þeirra að koma þjóðini í þessa stöðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu