Nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða veitt á fimmtudaginn.
Breska veðmálafyrirtækið Ladbrookes birtir lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna og líkurnar á því að þeir hreppi hnossið.
Efstur þetta árið er Kenýamaðurinn Ngugi wa Thiong’o, sem var gestur á Bókmenntahátíð hér í fyrra og kom þá í Kiljuna. Líkurnar á að hann fái verðlaunin eru taldar 1/3, hvorki meira né minna.
Rétt fyrir neðan hann eru höfundarnir Cormac McCarthy (6/1(, Haruki Murakami (7/1)og Tomas Tranströmer (9/1).
Og svo eru neðar á listanum höfundar eins og Ko Un, Thomas Pynchon, Alice Munro, Claudio Magris, E.L. Doctorow, Amos Oz, Don deLillo, Maya Angelou, Michel Tournier, Vaclav Havel, Peter Handke.
Milan Kundara er með líkurnar 45/1 – það er ekki mjög hátt – og Ismail Kadare með 66/1.. En þá er þess að gæta að Ladbrookes er vanara að veðja á íþróttir en bókmenntir og að líkurnar á að sigurvegarinn frá því í fyrra, Herta Müller, fengi verðlaunin voru 50/1 hjá fyrirtækinu.