fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Hverjir voru að mótmæla?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. október 2010 03:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um hverjir hafi verið að mótmæla við Alþingishúsið í kvöld. Eiginlega makalaust að sjá hversu margir vilja eigna sér þetta fólk.

Maður sér að ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru móðgaðir – þeir tala um að bílastæði í Miðbænum hafi verið full af jeppum, þetta hafi semsagt verið jeppalið sem var að mótmæla.

Svo komu einhverjir auga á merki nýnasista í fjöldanum og líka á hakakross. Það er vissulega ógeðslegt. Aðrir veifuðu fána með mynd Che Guevara. Það er aldeilis fín fyrirmynd.

Ég held samt að Steingrímur Sævarr  Ólafsson, ritstjóri Pressunnar, eigi metið í túlkunum þegar hann skrifar:

„Fjöldinn einn og sér ætti að vera áhyggjuefni fyrir hvaða ríkisstjórn sem er. Ekki síst ríkisstjórn sem komst til valda eftir fjöldamótmæli.  Það var búsáhaldabyltingin en þetta var annars konar bylting.  Því það var annað sem ætti að vera áhyggjuefni fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra.  Þetta voru ekki háskólanemar, anarkistar og iðjuleysingjar, hvað þá byltingarsinnaðir kommúnistar.  Nei, þetta var fjölskyldufólk.

Þetta var fjölskyldufólk, sumir með börn, aðrir sem eiga líklega uppkomin börn. Þetta voru ráðsettir einstaklingar, millistéttin. Þetta var hinn hefðbundni Íslendingur, þetta var vísitölufjölskyldan, fólkið sem kaupir áskrift að Stöð 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áður en bjórinn var leyfður. Þetta var fólk sem er seinþreytt til vandræða, fólkið sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Þetta var „venjulegt fólk“!  Hinn almenni borgari, ekki óróaseggurinn, skemmdarvargurinn, uppreisnarmaðurinn sem stjórnmálamenn geta kennt um ófrið í miðborginni. En auðvitað voru þeir þarna líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?