Við vorum að horfa á fréttirnar í gærkvöldi, þar sem var sýnt frá ræðum á Alþingi.
Kára varð starsýnt á sjónvarpið og svo spurði hann:
„Er þetta lygamælir?“
Það var þá rauða og græna ljósið sem logar í ræðustól þingsins. Kári hefur reyndar lengi verið að velta fyrir sér gagnsemi lygamæla og hvernig þeir virka – og þá ekki endilega í tengslum við stjórnmál.
Þannig að það er líklegt að honum hafi sýnst þetta vera þægileg útfærsla á þessum gagnlega búnaði.
Einfaldlega rautt ljós sem fer að blikka.