fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Tímasprengja springur

Egill Helgason
Mánudaginn 4. október 2010 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuldavandi heimilanna hefur verið tifandi tímasprengja.

Það hafa allir séð hana og heyrt í henni. Ég held að ekkert mál hafi verið meira rætt í þætti mínum síðasta árið.

En ríkisstjórnin sem lofaði að slá „skjaldborg“ um heimilin hafa stöðugt hummað þetta vandamál fram af sér í staðinn fyrir að mæta því með einurð og festu. Hún hefur látið duga smáskammtalækningar.

Nú springur sprengjan. Það eru þúsundir manna á Austurvelli nú þegar þessi orð eru skrifuð. Það er barið á bumbur og eldar loga. Líklega halda mótmælaaðgerðir áfram næstu daga.

Orð stjórnmálamannana sem eru fyrir innan hafa holan róm. Jóhanna talaði um samgöngumiðstöð í Reykjavík. Bjarni Ben reyndi að stilla sér fremst í flokk mótmælenda.

Annar flokkurinn í síðustu ríkisstjórn panikkeraði þegar mótmælendur mættu á félagsfund hjá honum í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá féll ríkisstjórn Geirs Haarde. Það er spurning hvort ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé að fara sömu leið. Það er ekki líklegt að hún verði syrgð mikið.

En það er líka hægt að gera hlutina öðruvísi. Hlusta á fólkið fyrir utan. Þingheimur á að geta smíðað frumvarp um skuldaafskriftir á fáum dögum. Það gæti orðið að lögum í vikulok. Væntanlega með 63 samhljóða atkvæðum,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?