fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Elíta gærdagsins mótmælir

Egill Helgason
Mánudaginn 4. október 2010 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var lítill þvældist ég víða um Reykjavík, gangandi eða á hjóli.

Ég man til dæmis eftir því að hafa verið á Austurvelli á árunum 1967 til 1968. Þá voru oft mjög fjölmenn mótmæli og mönnum heitt i hamsi. Það var kreppa á Íslandi vegna aflabrests – og kannski líka að sumu leyti vegna óstjórnar. Þetta var ekki krepputími annars staðar í heiminum. Íslenska hagkerfið stóð á slíkum brauðfótum að þegar síldveiðar brugðust, meðal annars vegna rányrkju,  fór allt í kalda kol.

Ég man eftir því að hafa horft á mótmælendur gera aðsúg að bíl forsætisráðherra þess tíma, Bjarna Benediktssonar.

Ég hef ekki verið nema svona átta ára og fannst þetta merkilegt.

Ég get ímyndað mér hvernig hefur verið skrifað um þetta í Morgunblaðinu. Það er sjálfsagt hægt að finna það á Tímarit.is – ég hef ekki lært að nota þann vef.

En elíta gærdagsins slæst í hóp með mótmælendum dagsins í dag.

Ég tók eftir þessari bloggfærslu þar sem er staðhæft að Styrmir Gunnarsson sé farinn að hvetja fólk til að fara og mótmæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?