fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Vallanes, Höfn, Jökulsárlón, Hali

Egill Helgason
Föstudaginn 13. ágúst 2010 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurð Jökulsárlóns var engu lík við sólarlagsbil í gærkvöldi. Sólin gyllti jökulinn, lónið var fullt af sel sem undi sér vel í ísköldu vatninu, úti við ströndina vokaði skúmurinn.

Þetta var mjög ólíkt þeirri blíðu náttúru sem við höfðum séð fyrr um daginn á Fljótsdalshéraði. Þar komum við að Vallanesi þar sem bóndinn Eymundur Magnússon stundar afar merkilegt ræktunarstarf. Þar eru akrar með byggi og hveiti, og stórir matjuratagarðar með alls kyns káli, kartöflum og rófum auk kryddjurta sem eiga líklega eftir að verða stærri hluti í ræktuninni.

Það var meira en tuttugu stiga hiti í Vallanesi, það er ekkert veðurlag á Íslandi betra en austurlensk blíða.

Á Höfn er lúxusveitingastaðurinn Humarhöfnin. Þar fyllist allt hvert kvöld yfir ferðamannatímann. Humarinn kemur beint úr bátunum við höfnina og er einstaklega ljúffengur. Veitingastaðurinn er gömlu húsnæði Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, það er tengt skemmtilega við þá sögu.  Við gistum á Hala í Suðursveit, ætlum að skoða Þórbergssafnið á eftir og förum svo í Skaftafell. Kári heimtar að fara á jökul, helst vill hann standa á jökli eða þá stökkva á milli ísjaka.

Það rignir reyndar dálítið – hingað til hefur alls staðar verið bjartviðri þar sem við höfum komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“