fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Of seint að tala lýtalausa grísku

Egill Helgason
Föstudaginn 6. ágúst 2010 01:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Mannlíf bað mig að svara nokkrum spurningum í vor. Þetta birtist svo í blaðinu snemmsumars. Spurningarnar voru svona – og svörin:

Hver er afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?

Það er eiginlega frekar þannig að ákvarðanir hafi tekið mig. Í raun man ég ekki eftir því að hafa tekið stóra ákvörðun. Kannski á ég það eftir?

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Á grískri eyju, í Istanbúl, New York, París, Kaliforníu, Reykjavík. Víða.

Hvenær varst þú hamingjusamastur?

Ég er mjög hamingjusamur núna, er í góðu starfi, á frábæra fjölskyldu, og er á leiðinni í frí.

Hver er hugmynd þín um fullkomna hamingju?

Að vera sáttur við sjálfan mig. Ef maður er það skiptir umgjörðin ekki svo miklu máli. Síðustu tíu árin hafa verið mjög góð.

Mesta uppgötvunin?

Hvað það er skemmtilegt að ala upp börn, ég þóttist reyndar vita það fyrir.

Besti matur sem þú hefur smakkað?

Bara humar hérna á Íslandi.

Uppáhaldslagið?

Hey Jude.

Hvaða ferðalag er þér ógleymanlegast?

Síðasta ferðin, til Kaliforníu þegar ég var fimmtugur. Af hverju kom ég ekki þangað fyrr?

Besta gjöfin?

Ætli það sé ekki einhver af Bítlaplötunum sem ég fékk þegar ég var lítill strákur? Þær höfðu mikil áhrif á mig.

Hvaða listaverk hefur haft mest áhrif á þig?

Ef við tölum um myndlist, þá myndi ég segja Stjörnubjarta nótt eftir Van Gogh. Ég  hætti ekki að vera undrandi á þeim manni.

Hvaða dýr myndirðu helst vilja vera?

Sætur hvolpur. Ég myndi ekki vilja éta neinn eða bíta neinn.

Er líf á öðrum hnöttum?

Ábyggilega.

Hvaða manneskju úr mannkynssögunni samsamar þú þig?

Ég dáist mest að Einstein, Mozart, Van Gogh. Hreinni snilligáfu. Hún er ekki algeng.

Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?

Þegar ég var yngri var stundum sagt að ég væri líkur Spencer Tracy. Svo hefur mér verið líkt við alls konar erlenda sjónvarpsmenn. Ég þekki þá fæsta.

Hver er mesti núlifandi hugsuður heims?

Ég held það sé skortur á hugsuðum til að koma okkur út úr þessum ógöngum.

Í hvaða sagnaheimi vildirðu helst lifa?

Proust fjallar um tímabilið sem kallast „belle époque“ í Frakklandi. Gæti hugsað mér að vera þar.

Fyrsta kvikmyndin sem kemur upp í hugann?

Kraftaverkið í Mílanó eftir Vittorio de Sica.

Hvað fyllir þig orku?

Þið ráðið hvort þið trúið því, en ég verð að stunda líkamsrækt til að orkan sé í lagi. Annars koðna ég niður.

Hver er mesta dyggðin?

Kærleikur.

Bjór og snakk eða vín og fínn matur?

Eiginlega hvorugt, mér leiðist til dæmis frekar á fínum veitingahúsum.

Hvaða manneskju gætir þú hugsað þér að slá utan undir?

Heimurinn er því miður fullur af ógeðslegum öfgamönnum og samviskulausum gróðapungum, en ég kann ekki að beita ofbeldi.

Hver er villtasta lífsreynslan?

Maður með minn feril fer ekki að rifja svoleiðis upp. Það má eiginlega segja að ég hafi týnt heilum áratug.

Hver er þinn æðsti draumur?

Að ferðast. Það eru alltof margir staðir í heiminum sem ég á eftir að skoða.

Hvað óttastu mest?

Mér finnst innilokun hryllileg.

Hvert er lífsmottóið?

Að flækja líf mitt ekki of mikið. Ég lærði það frekar seint.

Hvar viltu helst deyja?

Úr því maður þarf að deyja, er þá ekki best að gera það heima?

Hefur kreppan haft bein áhrif á þig?

Hún hefur haft mikil áhrif á starf mitt, á afstöðu mína, en fjárhagslega er allt í lagi hjá mér.

Gætirðu hugsað þér að flytja alfarið til Grikklands?

Já, hvers vegna ekki?

Hvernig myndirðu lýsa starfi þínu í stuttu máli?

Aðalmálið í þessu starfi er að vera forvitinn, sæmilega óhræddur, tilbúinn að breyta um skoðun, festast ekki í einhverjum hugmyndum eða rétttrúnaði.

Hvað myndirðu gera ef þú þyrftir að velja milli Silfurs Egils og Kiljunnar?

Ég er búinn að vera lengur með Silfrið og þykir svolítið vænna um það. Hins vegar langar mig að minnka við mig pólitíkina með aldrinum og auka við bókmenntirnar. Þaðan kom ég upphaflega – úr bókmenntunum.

Eitthvað að lokum?

Mér finnst ég ennþá vera að þroskast og vona að ég geti haldið því áfram fram á gamals aldur. Hins vegar er  því miður orðið of seint fyrir mig að verða tónlistarmaður eða að tala lýtalausa grísku.

6a010535ffa741970c011571b4c405970b-800wi


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar