fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Flokkar í krísu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. ágúst 2010 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tveimur stjórnmálaflokkum er ástandið þannig að maður spyr sig hvort ekki fari að draga til tíðinda, að sjóði endanlega upp úr.

Manni skilst að þingflokksfundir VG séu skelfilegar samkomur núorðið – þar takast á tvær og stundum þrjár fylkingar og endar oft með fýluköstum og jafnvel gráti. VG spannar nú alveg frá hópnum í kringum Steingrím J. sem vill halda áfram samstarfi við AGS og yfir í grúppu sem kallar sig Rauðan vettvang. Ögmundur Jónasson hefur vart undan að gera ríkisstjórninni lífið leitt – kannski er rétt sem sagt er að þetta sé í raun minnihlutastjórn sem lafir vegna þess að það virðast ekki vera aðrir valkostir.

Í Sjálfstæðisflokknum eru fylkingar með og á móti ESB sem þola ekki hvor aðra. Það er með ólíkindum hvernig liðsmenn fylkinganna tala hverjir um aðra – og erfitt að sjá hvernig þeir eiga að geta lafað saman í flokki. Hingað til hefur fylkingin á móti ESB haft yfirhöndina – hún er frekari og ófyrirleitnari – en fylkingin með ESB skoraði nokkur stig í gær þegar formaður LÍÚ lýsti því yfir að það ætti að reyna að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið. Þessa hefur enn ekki verið getið í Morgunblaðinu. Klemmd á milli eru svo formaður og varaformaður flokksins sem bæði virka eins og friðsemdarfólk, en vita ekki í hvort fótinn þau eiga að stíga.

Það er ekki þar með sagt að í Samfylkingu og Framsóknarflokki sé tóm hamingja, því fer fjarri. En þessir flokkar virðast þó hanga saman. Og svo myndast stundum merkilegur samhljómur: Það er dálítið eins og Jóhanna Sig og Þorsteinn Pálsson eigi ágætlega heima saman í flokki og svo Ögmundur Jónasson og Styrmir Gunnarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar