fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Sumarkvöld

Egill Helgason
Laugardaginn 31. júlí 2010 00:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar amma mín, sem var norsk, kom fyrst til Reykjavíkur 1928 var varla nein tré að finna í bænum. Hún gerði sér ferð bæjarenda á milli til að skoða tré sem var uppi í Þingholtum.

Kannski hefur það bara verið vanþekking sem olli því að hér voru ekki fleiri tré eða kannski voru það tregðulögmálin, svona rétt eins og Íslendingar notuðu varla jarðhitann sem hérna vall upp í aldanna rás, notuðu helst ekki grjótið sem hér var út um allt sem byggingarefni og fannst eiginlega ekkert vera matur nema það væri komið af rollu.

Svo fóru menn að planta trjám, Reykjavík er núorðið græn og gróðursæl borg – trén veita skjól og eiga sinn þátt í batnandi veðurfari í borginni. Sumir segja að rokið sem var alltaf á sumrin í Reykjavík sé mestanpart horfið.

Kvöldið áðan var dásamlega fallegt, með kvöldroða á vesturhimni, blómaangan, og græna litnum á trjánum sem varð dýpri eftir því sem kvöldaði.

Í Hljómskálagarðinum voru hópar fólks í lautarferð, en á Austurvelli var mannlífið nokkuð átakanlegra en þar valt áfengisdautt par um í glerbrotum og spýju, karlinn var að reyna að vakna sjálfur og koma konunni á fætur.

19132_279628946251_33433176251_3247994_3994337_n

Laugardalsvöllur nýbyggður 1959. Dalurinn er nú eitthvert grónasta svæði í Reykjavík líkt og hverfin þar í kring. En þarna er enn ekki kominn neinn trjágróður eins og sjá má á myndinni. Þetta er í raun algjör umhverfisbylting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt