fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Illt hlutskipti sígaunabarna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. júlí 2010 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að sígaunar velji sinn lífsstíl, en svo einfalt er það auðvitað ekki. Ég er ekki viss um að börnin myndu endilega velja líf sem felst í flakki, sníkjum og betli, eins og margir sígaunar stunda.

Oft er raunalegt að fylgjast með sígaunabörnum í erlendum borgum. Þau þurfa að þvælast um götur og torg heilu dagana. Maður spyr sig hvort þessi börn læri til dæmis að lesa eða skrifa. Sjaldnast sér maður sígaunakarlana; það eru þeir sem hirða ávinninginn af betlinu og snöpunum.

Fyrir fáum dögum vorum við í Tyrklandi. Á götuhorni var uppákoma sem vakti athygli okkar. Þar var ung sígaunastúlka með kornabarn sem gat varla verið meira en nokkurra stunda gamalt. Hópur af tyrkneskum konum var að ræða við hana til að reyna að fá hana til fara og veita barninu lágmarksaðhlynningu.

Nú berast fréttir um að Sarkozy Frakklandsforseti vilji koma sígaunum úr landi. Því miður eru sígaunar óvelkomnir á flestum stöðum. Sums staðar, eins og til dæmis í Tékklandi, hafa þeir verið ofsóttir hin síðari ár. Það er ömurlegt að vita, sérstaklega í ljósi sögunnar. Á Ítalíu hefur líka miklu hatri og tortryggni verið beint að sígaunum – fræg er mynd sem tekin var fyrir tveimur árum á strönd nálægt Napólí þar sem fólk í sólbaði lætur það ekkert trufla sig þótt tvö nýdrukknuð sígaunabörn liggi undir ábreiðu á ströndinni.

NAPOLI - DUE RAGAZZE NOMADI DI 15 E 13 ANNI  AFFOGANO IN MARE -

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí