Það er kannski ekki furða að Jóhanna Sigurðardóttir hafi sagt að það væri eins og að smala köttum að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum.
Það er ekki fyrr búið að finna lausn – tímabundna – á Magmamálinu þar sem að minnsta kosti þrír þingmenn VG hótuðu að hætta stuðningi við stjórnina en að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann krefst þess að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Tilefni þessarar virðist ekki annað og meira en að blaðamaður af Mogganum hefur hringt í hann – það þarf ekki meira til að skapa krísu á stjórnarheimilinu.
Annar þingmaður VG, Björn Valur Gíslason, segist líklega vera kominn með nóg af þingmennskunni og íhugar að hætta.
Samt skröltir þetta áfram, kannski af því það eru fáir aðrir valkostir í stöðunni og líka vegna þess að vinstri flokkarnir vilja ekki játa sig sigraða.
Það er Steingrímur sem heldur þessu saman, það er sagt að án hans sé Jóhanna afar bjargarvana.