fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Möguleikar á stjórnarmyndun

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. júlí 2010 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn eru að velta fyrir sér hvaða stjórnarmynstur kemur til greina ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fellur.

Nú er það Magmamálið sem er að grafa undan henni, svo á eftir að taka aðra lotu í Icesave, erfið fjárlög eru framundan, að ógleymdu ESB. Lífslíkurnar virðast sannarlega ekki góðar.

Eins og áður hefur verið fullyrt á þessari síðu er lítill áhugi meðal þingheims að efna til kosninga – ekki meðan hætta er á að leikurinn frá Reykjavík endurtaki sig og framboð einhvers konar Besta flokks sópi út sitjandi þingmönnum.

Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er stjórn Sjálfstæðisflokks og VG – slík stjórn gæti þá til dæmis sameinast um að draga ESB umsóknina til baka. Þessir flokkar hafa reyndar ekki meirihluta og yrðu að fá til liðs við sig Framsóknarflokk eða þá þingmenn Hreyfingarinnar. Hins vegar er víst að þetta yrði mjög erfiður róður – forysta Sjálfstæðisflokksins veit að Ögmundararmurinn í VG yrði ekki auðveldari í samstarfi við Sjálfstæðisflokk en Samfylkingu.

Annar möguleiki er ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þar væri þó komin stjórn með öruggan meirihluta. Hins vegar eru öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem myndu ganga af göflunum við tilhugsunina eina. Og sporin hræða líka hjá Samfylkingu eftir ríkisstjórn þeirra Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

Þriðji möguleikinn er að kippa Framsóknarflokknum inn í stjórnina sem nú situr. Þá skiptir minna máli þótt hluti þingflokks VG sé í raun í stjórnarandstöðu. En þá er til þess að líta að samband Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við Samfylkinguna virðist vera afar slæmt. En vitað er að innan Samfylkingarinnar var um tíma áhugi á þessu, sérstaklega hjá Össuri Skarphéðinssyni.

Þjóðstjórn er nokkuð fjarlægur möguleiki – og svo er líka talað um utanþingsstjórn. Slík stjórn yrði væntanlega skipuð af forseta Íslands – sem nýtur vægast sagt óvinsæll innan flestra stjórnmálaflokkanna. Hún yrði líka að starfa í skjóli Alþingis – sem hefur lögggjafarvaldið – og þá er spurning hvaða málum hún gæti komið í gegn. Og svo má jafnvel velta fyrir sér hverjir væru svo fífldjarfir að setjast í slíka stjórn á þessum tímum þegar umræðan í samfélaginu logar í hatri og svikabrigslum.

Það er stjórnmálakreppa í landinu – og virðist vera langt í að hún leysist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu