fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Ekki þau tímamót sem álitið var

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. júlí 2010 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft fara hlutirnir öðruvísi en maður heldur, það er erfitt að túlka atburði þegar þeir verða.

Allir töldu að árásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001 væru algjör tímamótaatburður í sögunni. Að upp frá því yrði ekkert eins og áður var.

Þetta reyndist einfaldlega ekki rétt. Vissulega var þetta mikill atburður, en hann gjörbreytti ekki heiminum.

Það varð ekkert stríð milli siðmenninga. Hinn öfgafulli og herskái íslamismi reyndist ekki hafa ýkja mikinn styrk og flestir múslimar vilja ekkert af honum vita.

Og síðustu tvö árin hafa Vesturlönd verið með allan hugann við efnahagskreppu en ekki hin mislukkuðu stríð í Afganistan og Írak.

Ég hef verið að kíkja í bækur sem voru skrifaðar undir áhrifum frá þessum atburðum. Höfundunum er oft mikið niðri fyrir. En mikið af þessum skrifum er þegar orðið býsna úrelt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin