fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Evrópa þung og þreytt, Ameríka glansar, Afríka dettur út

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. júní 2010 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistarakeppninn hefur ekki boðið upp á neinn draumafótbolta hingað til. Það segir sína sögu að skemmtilegasti leikurinn var líklega á milli Bandaríkjanna og Slóveníu.

Stóru evrópsku liðin hafa valdið vonbrigðum, þau virka þreytt og stemmingslaus.

Og því miður virðast liðin frá Afríku ætla að detta úr keppninni. Ghana og Fílabeinsströndin eiga séns, en það ræðst í leikjum við Þýskaland annars vegar og Brasilíu hins vegar. Þar gæti róðurinn verið þungur.

Hins vegar eru liðin frá Ameríku að glansa. Argentína, Paraguay, Uruguay og Chile eru efst í sínum riðlum – og svo hafa Bandaríkin og Mexíkó staðið sig vel.

Brasilía er enn spurningamerki eftir heldur daufan leik við Norður-Kóreu, en einhvern veginn sýnist manni eins og sé ekki sami stællinn yfir þeim og hér í eina tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin