Heimsmeistarakeppninn hefur ekki boðið upp á neinn draumafótbolta hingað til. Það segir sína sögu að skemmtilegasti leikurinn var líklega á milli Bandaríkjanna og Slóveníu.
Stóru evrópsku liðin hafa valdið vonbrigðum, þau virka þreytt og stemmingslaus.
Og því miður virðast liðin frá Afríku ætla að detta úr keppninni. Ghana og Fílabeinsströndin eiga séns, en það ræðst í leikjum við Þýskaland annars vegar og Brasilíu hins vegar. Þar gæti róðurinn verið þungur.
Hins vegar eru liðin frá Ameríku að glansa. Argentína, Paraguay, Uruguay og Chile eru efst í sínum riðlum – og svo hafa Bandaríkin og Mexíkó staðið sig vel.
Brasilía er enn spurningamerki eftir heldur daufan leik við Norður-Kóreu, en einhvern veginn sýnist manni eins og sé ekki sami stællinn yfir þeim og hér í eina tíð.