fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

„Samningar skulu standa“

Egill Helgason
Laugardaginn 19. júní 2010 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessa grein:

— — —

„Talsmaður lánþega: Málið er sáraeinfalt. Samningar skulu standa!“
http://eyjan.is/blog/2010/06/19/talsmadur-samtaka-lanthega-malid-er-saraeinfalt-samningar-skulu-standa/

Bæði lánveitandi og lántaki voru sammála um að af láninu skyldu greiðast vextir og verðtrygging (í formi gengistryggingar). Báðir aðilar voru í góðri trú um að skilmálinn var í samræmi við lög. Það að Hæstiréttur hefur nú sagt þetta andstætt lögum á ekki sjálfkrafa að valda öðrum aðilanum tjóni og gefa hinum hagnað.

Þá gætu lánveitendur haldið því fram að forsendur fyrir láninu væru brostnar og gjaldfellt allan höfuðstólinn einn, tveir og þrír. Það væri ekki beinlínis óskastaða fyrir bíla- eða fasteignaeigendur með gengistryggð lán að þurfa að snara út öllu því sem eftir er að greiða af höfuðstólnum. Þó svo þeir séu nú lausir undan gengislækkun krónunnar.

Eina leiðin til að greiða úr þessu fádæma rugli sem óhæft starfsfólk bankanna, óhæft FME og ennþá óhæfari Seðlabanki hafa skapað, kann að vera að beita þeirri merku réttarheimild sem kallast eðli máls. Sem væntanlega mun leiða til þeirrar niðurstöðu að lánin beri sem samsvarar íslenskum markaðsvöxtum, enda taldi Hæstiréttur þetta vera krónulán. En líklega geta hvorki þingmenn, stjórnvöld né fjármálastofnanir leyst úr þessu. Réttarágreiningurinn um hvort/hvaða vexti lánin eiga að bera hlýtur á endanum að fara fyrir dómstóla. Það eru sem sagt væntanlega ennþá margir mánuðir í það að niðurstaða fáist um stöðu þessara lána – með öðrum Hæstaréttardómi. Ballið er rétt að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu