fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Norður-Kórea og HM

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. júní 2010 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ók í leigubíl framhjá bar djúpt inni í gömlu Austur-Berlín í gær og heyrði gríðarleg fagnaðarlæti.

Þetta var um það leyti að Norður-Kóreumenn skoruðu mark sitt gegn Brasilíu.

Voru þetta Norður-Kóreumenn í Berlín að fagna? Einhverjir sem hafa gleymst, orðið eftir síðan áður en Múrinn féll?

Annars er það leið til að vera frumlegur í alvörunni í þessari heimsmeistarakeppni að halda með Norður-Kóreu.

Vandinn er kannski sá helstur að ná sér í búning þeirra. Máski þyrfti maður að láta sérsauma hann?

Nema sé hægt að kaupa hann í Pyongyang. Vinur minn einn á leið þar um eftir nokkra daga og getur kannski athugað það.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn að Norður-Kóreumenn eru með á HM. 1966 gerði norður-kóreska liðið miklar rósir í keppninni, vann Ítalíu 1-0 og komst í undanúrslit gegn Portúgal.

Eftir 30 mínútur var 3-0 fyrir Norður-Kóreu. Þá tók snillingurinn Eusebio til sinna ráða og leikurinn endaði 5-3.

Eusebio spilaði síðan á Laugardalsvellinum tveimur árum síðar, þegar Valur gerði 0-0 jafntefli við Benfica. Hann er sennilega snjallasti leikmaður sem hefur spilað á Laugardalsvellinum, George Best kom þar fram síðar, en það var í vináttuleik, eftir að áfengið hafði tekið sinn toll hjá honum.

Fótboltinn hefur ekki verið ýkja skemmtilegur á þessu móti. Jafntefli Portúgals og Fílabeinsstrandarinnar í gær var hörmulega leiðinlegt á að horfa. Skyldi það vera satt að þetta sé að einhverju leyti boltanum að kenna?

Kára finnst það léleg afsökun, segir að bolti sé bolti.

Hollendingarnir voru góðir og Þjóðverjarnir líka, Ítalir og Frakkar hafa valdið vonbrigðum – og Argentína var ekki að sýna mikið. Og það er alveg óskiljanlegt að Brasilíumenn hafi ákveðið að skilja Ronaldinho eftir heima.

North-Korean-fans-007

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu