fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Rógurinn gegn Þorvaldi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. júní 2010 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur manna er sveittur við að reyna að níða æruna af Þorvaldi Gylfasyni prófessor. Þetta á sér reyndar langa sögu, Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lagt hatur á Þorvald Gylfason og fjölskyldu hans í marga áratugi. Aðalástæðan er þó kannski sú að Þorvaldur hefur gagnrýnt þá sem ekki má gagnrýna. Hann er frjáls maður sem segir og skrifar það sem honum sýnist – og nýtur virðingar í fræðasamfélaginu erlendis.

Eitt af því sem nú er haldið fram er að Þorvaldur hafi ekki varað við efnahagshruninu. Þá er sagt að hvítt sé svart og svart sé hvítt, því varnaðarorð Þorvaldar eru býsna vel skjalfest, bæði í greinum sem hann skrifaði og í sjónvarpsviðtölum. Hér er til dæmis grein sem ég valdi eiginlega af handahófi, eftir sirka hálfrar mínútu leit á vefnum þar sem Þorvaldur varar við ofurskuldsetningu, útþenslu ríkisins, alltof háu gengi, braski bankanna og lélegu eftirliti.

Greinina má finna hérna, hún er frá því í september 2007. Og hér er önnur um krosseignatengsl og skuldasöfnun, m.a. skammtímaskuldir bankanna, frá því í nóvember 2006. Það má finna meira svona efni í greinasafni Þorvaldar á netinu.

Þorvaldi hefur einnig verið legið á hálsi að vera einhvers konar leynilegur erindreki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við það er tvennt að athuga. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er alþjóðleg stofnun sem nánast öll ríki Sameinuðu þjóðanna eiga aðild að, 186 talsins, en Kúba og Norður-Kórea eru ekki með. Þorvaldur hefur heldur aldrei dregið dul á að hann starfi fyrir alþjóðastofnanir, hann ferðast mikið vegna þessa, heldur fyrirlestra og veitir ráðgjöf, og má finna upplýsingar um það á heimasíðu hans.

Annað sem haldið hefur verið fram er að Þorvaldur sé penni á mála hjá Baugi. Baugsþráhyggjan gerir enn vart við sig. Þegar allt um þrýtur má reyna að æpa á menn að þeir séu Baugspennar. Það er látið að því liggja að hann sé „leigupenni“ á einhverjum ógurlegum greiðslum frá Baugsveldinu – staðreyndin er hins vegar sú að Þorvaldur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið, útbreiddasta blað landsins, í mörg ár og eðlilega fengið greitt fyrir það. Það er látið eins og þetta sé einhverjar milljónir sem Þorvaldur fær greitt – en málið lítur dálítið öðruvísi út þegar kemur í ljós að taxtinn er 20 þúsund krónur á grein.

Auðvitað er þetta ekki svaravert, barasta alls ekki. en þessi málflutningur sem fer í hring á nokkrum vefsíðum þar sem einn étur upp eftir öðrum, en „frumheimildin“ er alltaf sú saman, er orðinn svo þrálátur að maður á ekki þegja.  Þorvaldur hefur ekki svarað þessu einu orði.

Og nú verður sjálfsagt sagt að ég skrifi þessar línur vegna þess að ég sé í svo miklu sambandi við Þorvald. Einu sinni var skrifað að ég sæti stöðugt á fundum með honum við þriðja mann sem ég man reyndar ekki hver er. Önnur kenningin var sú að Þorvaldur skrifaði í raun pistlana hérna á síðunni!

Ég get skýrt frá því að við Þorvaldur tölum hérumbil aldrei saman, en hann kemur stöku sinnum í þættina hjá mér, oftar þó fyrir hrun en eftir hrun – en þá hefðu menn mátt hlusta betur á varnaðarorð hans. Það voru ekki margir aðrir sem töluðu á þessum nótum. Ég man til dæmis vel eftir því fyrri hluta árs 2008 þegar hann sagði í Silfrinu að hugsanlega yrðu allir bankarnir komnir í hendur ríkisins innan tíðar. Þá fannst manni það heldur ótrúlegt.

Nú geri ég ráð fyrir að hringekjan fari í gang aftur. Því í raun er maður að gera þessum náungum greiða með því að veita þeim athygli, láta eins og þeir séu til. Það hefur svosem ekki farið framhjá mér að á eftir Þorvaldi er ég næstur á lista þessa félagsskapar – nema hreinlega að við deilum toppsætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu