Ég á konu sem hefur lítinn áhuga á stjórnmálum, og sérstaklega þó gamaldags og langstöðnu stjórnmálapexi eins og er algengt á Íslandi. Ég held hún sé of klár til að hafa tíma fyrir svoleiðis.
Hins vegar er stórt viðtal við hana og vinkonur hennar tvær í sunnudagsblaði Moggans í dag – og fjallar um baráttu þeirra fyrir bættu mataræði í mötuneytum grunnskóla. Þetta er afskaplega vel unnin og góð grein eftir blaðakonuna Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur.
Í sama blaði er skrifað um mig – í Staksteinum.
Ég var að benda henni Sigurveigu á þetta, en þá kom í ljós að hún vissi ekki hvað Staksteinar eru.
Í því felst ákveðin hamingja.