Þjóðfundur? Hópur sérfræðinga sem semur frumvarp að breytingum á stjórnarskrá og leggur fyrir Alþingi?
Er þetta útfærslan sem við eigum að fá á stjórnarskrárbreytingum? Ætla menn að útvatna þetta svona mikið? Hefur stjórnmálastéttin íslenska ekkert lært?
Hvað er hægt að komast langt frá upphaflegum hugmyndum um stjórnlagaþing?
Má minna á að hér hafa setið stjórnarskrárnefndir á vegum flokkanna meira og minna allan lýðveldistímann – og að sama og ekkert hefur komið út úr því starfi?
Ein hugmyndin sem hefur verið rædd er sjálfsprottið stjórnlagaþing, að frjálsir borgarar taki sig einfaldlega saman og haldi stjórnlagaþing?
Er það kannski ráðið?