Í tímaritinu Newsweek birtist grein í mars síðastliðnum þar sem fjallað var um áhuga Kínverja á að fjárfesta á Íslandi. Þetta er áhugavert að skoða eftir heimsókn kínversku sendinefndarinnar hingað.
Þar er vitnað í Ólaf Ragnar Grímsson sem lengi hefur verið áhugamaður um samskipti við Kína, sagt frá hinu furðulega stóra kínverska sendiráð í Reykjavik og talað um möguleikana sem opnast þegar hugsanlega verður hægt að sigla yfir Norðurskautið.
Og svo má benda á frétt frá kínversku fréttastofunni Xinhua þar sem er fjallað um heimsókn He Guoqiang.
Þar er meðal annars haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra:
„Skarphedinsson said Iceland highly appreciates China’s equal treatment of all countries, no matter whether they are big or small.„
Jamm, það var nú það.