Einn af valdamestu mönnum Kína birtist hér allt í einu í bílalest og dælir peningum í Íslendinga.
Þetta gerist alveg fyrirvaralaust.
Hvernig stendur á komu mannsins, hver fékk hann til að koma hingað, hver er aðdragandinn að því, hvað vilja Kínverjar fá fyrir sinn snúð – því þeir gera ekkert ókeypis eða að óathuguðu máli?
Er það orkan íslenska sem er undir, aðgangur að draumnum um siglingaleið yfir Norðurpólinn – eða hvað?
Og hvers vegna eru Kínverjar með svo ótrúlega fjölmennt sendiráð í Reykjavík?
Enginn virðist vera að spá sérstaklega í þessu – eða í því að í Kína ríkir einræðisstjórn valdaklíku sem kennir sig við kommúnisma en rekur það sem kalla má herskálakapítalisma.