fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Afríka – framtíð fótboltans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. júní 2010 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Stefánsson ljósmyndari er einhver óhræddasti maður sem ég þekki. Hann er líka einn af þeim sem er hvað skemmtilegast að hitta á förnum vegi. Yfirleitt hefur hann einhverjar merkilegar sögur að segja. Páll hefur þvælst um þvert og endilangt Ísland við misjafnar aðstæður; það hefur ekki verið óalgengt að keyra fram á hann þar sem hann liggur sofandi úti í móa í svefnpoka sem ég held að sé úr áli.

Svo varð Páll líklega leiður á því að mynda hér á Íslandi – eða það held ég. Hann var svolítið búinn að klára Ísland.

Þá fór hann að leita sér að verkefnum í útlöndum. Hann hefur verið að mynda fyrir Unesco, staði sem eru á heimsminjaskrá. Vegna þessa hefur hann farið víða um Afríku – og heillast af þessari álfu sem í senn sú elsta og yngsta. Í leiðinni fór hann vinna merkilega röð ljósmynda; hann tók myndir af Afríkubúum við knattspyrnuiðkun. Því eins og hann segir, hvar sem maður fer í Afríku er fótbolti.

Ljósmyndir Páls eru teknar á Fílabeinsströndinni, í Kamerún, Tansaníu, Senegal, Benín, Malí, Grænhöfðaeyjum, Suður-Afríku, Egyptalandi, Eþíópiu – og víðar.

Útkoman er dásamlega falleg og heillandi bók, full af lífi og leik – og bjartsýni –  um þessa merkilegu íþrótt sem er þess eðlis að hana er hægt að stunda nánast hvar sem er og hvenær sem er.

Það er gaman að lesa formála bókarinnar sem er eftir fótboltamanninn frábæra, Didier Drogba, leikmann Fílabeinsstrandarinnar og Chelsea. Þar segir:

„Það er oft sagt að fótbolti sé fallegur leikur. Það skiptir nefnilega ekki máli hver leikur, hvort það eru frægustu og hæstlaunuðustu leikmenn heims eða bara nokkrir berfættir strákar á akri, reglurnar eru alltaf þær sömu. Það er bolti og mark þangað sem hann á að fara, hvort sem þetta mark er net á tveimur stöngum eða tveir steinar.

Þessi tæri einfaldleiki er ástæðan fyrir því að fótbolti er langvinsælasta íþrótt heims. Allt sem þarf til að hefja leikinn er einhvers konar bolti og síðan fer útkoman eftir því hve góðir menn eru í að spila. Það stórbrotna er að leikurinn er alltaf sá sami, hvort sem hann er leikinn á þröngum götum Abidjan, á akri í Senegal eða í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Íþróttin er þrungin ástríðu og krafti sem færi viðstadda til að grípa andann á lofti.“

Páll heldur áfram að vera óþreytandi í leit sinni. Einu sinni fór ég með honum í ferðalag um Norðausturland – það endaði reyndar með bílveltu sem var mér að kenna þótt Páll sé þekktur fyrir nokkuð skrautleg tilþrif í akstri. En áður en bíllinn valt fórum við víða um þennan landshluta. Að morgni vorum við á Möðrudal. Páll sagði ekki margt, svo fann ég síðdegis að hann varð óþreyjufullur, hann varð að komast á Möðrudal aftur. Þá var þar myndefni sem hann hafði séð en ég auðvitað ekki – röð símastaura eftir dalnum – sem hann varð að mynda en bara við ákveðin birtuskilyrði sem hann vissi að myndu koma seinna um daginn.

Og nú er Páll að vinna að bók um menguðustu staði á jörðinni. Ég er ekki viss um að sé skemmtilegt að koma á þá alla. Hann lenti í vændræðum í Aserbaídjan – eða var það Kasakstan – um daginn þegar yfirvöld stöðvuðu hann við myndatöku. En verkefnið er að sönnu mikilvægt og heillandi á sinn hátt.

PS_Africa_024


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí