Tillögur um breytingar á stjórnarskrá eru langt frá því sem þjóðin hefur verið að ræða um.
Stjórnarflokkarnir vilja ráðgefandi stjórnlagaþing þar sem sitja um þrjátíu fulltrúar – þarna er gengið eins stutt og stjórnarflokkarnir telja sig geta komist upp með.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að Alþingi sjái um stjórnarskrárbreytingarnar – telur heldur ekki að sé tímabært að setja þær á dagskrá. Í tillögum flokksins felst líka að sett verði á laggirnar enn ein stjórnarskrárnefndin.
Stjórnarskrárnefndir hafa löngum setið frá stofnun lýðveldisins en alltaf hafa þær gefist upp á verkefninu. Þessar nefndir hafa alltaf verið skipaðar af flokkunum, þar hafa setið pótentátar úr þeim sem gæta þess að hagsmunir flokkanna gangi fyrir.