fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Skúbb hjá DV

Egill Helgason
Mánudaginn 7. júní 2010 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður lýst þeirri skoðun að DV sé besta blaðið sem er gefið út á Íslandi í dag.

Ég hef verið lengi í fjölmiðlum og þykist sjá að ritstjórninni ríkir mikil kappssemi , blaðamenn leggja sig mikið fram, ég er viss um að vinnudagarnir eru langir og strangir – en menn telja það ekki eftir sér vegna þess að þeir hafa trú á því sem þeir eru að gera.

Sem betur fer er eignarhaldið ekki lengur að þvælast fyrir DV, og þeir hafa nóg af málum til að skrifa um – ekki þurfa þeir að óttast að Mogginn eða Fréttablaðið skáki þeim í rannsóknarblaðamennskunni. Morgunblaðið gengur á mjög einstrengingslegri pólitískri sýn og er í grimmri hagsmunagæslu og Fréttablaðið er afar dauft, enda getur það ekki þrifist undir núverandi eiganda.

Síðasta skúbbið hjá DV er símtalið sem blaðið birti í morgun milli tveggja starfsmanna Kaupþings. Þar er Halldór Bjarkar Lúdvígsson, starfsmaður á fyrirtækjasviði, að lýsa Al-Thani svindlinu sem bankinn og Ólafur Ólafsson skipulögðu, fyrir Lilju Steinþórsdóttur hjá innri endurskoðun bankans.

Þetta er merkilegur texti – og ekki síst að bankafólkinu virðist þykja þetta í góðu, endurskoðandinn segir bara já og amen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt