Hér á Íslandi er engin hefð fyrir því að stjórnmálamenn eða embættismenn taki ábyrgð á gerðum sínum, klúðri eða vanhæfni.
Enginn af æðstu stjórnendum landsins fyrir tíma hrunsins hefur kannast við að bera ábyrgð.
Og það var svosem ekki von til þess að saksóknari færi að ákæra þrjá seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlitsins – líklega eru engin lög sem ná yfir klúður eða vanhæfni.
Eins eru hverfandi líkur á að Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson verði dregnir fyrir landsdóm – en Ingibjörg Sólrún er þegar sloppin með skrekkinn eins og kunnugt er.