fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Hátíð hafsins – frábært Sjóminjasafn

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. júní 2010 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíð hafsins sem haldin var við Vesturhöfnina og á Grandagarði í dag og í gær fannst mér einstaklega vel heppnuð. Þetta svæði er líka orðið mjög skemmtilegt, í kringum Sjóminjasafnið er búið að reisa trébryggjur, það er gengt í gegnum Slippinn og í gömlu verbúðunum út við Ægisgarð hefur sprottið upp heilt veitingahúsahverfi.

Ég var að eitthvað að tuða yfir því að það væri hætt að tala um Sjómannadaginn, en svo rann upp fyrir mér að það er allt í lagi – þessi hátíð fjallar um tengsl okkar við hafið og lífsbjörgina.

Hún er líka skemmtileg vegna þess að hún er lausari í reipunum en margar svona hátíðir í Reykjavík, ekki jafn miðstýrð. Einstaklingsframtakið fær að njóta sín.

Við skoðuðum furðulega fiska á Grandagarði – sumir voru allljótir og ferlega tenntir og sæsteinsmugan var eins og úr verstu martröð– sáum varðskip og færeyskan kútter, en merkilegast fannst mér að koma í sjóminjasafnið Víkina.

Ég ætla einfaldlega að fullyrða að þetta sé skemmtilegasta safn sem ég hef séð á Ísland. Það er heillandi hvað maður kemst í góð tengsl við sjómennsku og líf við sjóinn í sölum safnsins. Þetta er eins og að vera stungið í samband við sögu þjóðarinnar og örlög. Á neðstu hæðinni gengur maður út á bryggju og horfir upp á þilfarið á Gullfossi árið 1915 – þar stendur á bryggjunni eyrarverkamaður sem ég ákvað samstundis að væri síðasti Dagsbrúnarkarlinn.

Það er líka mjög gaman að skoða alls konar myndefni sem þarna er að finna, gömlu dagatölin frá Eimskipafélaginu og þó eru frábærastar þrívíddarmyndirnar frá gömlu Reykjavík eftir Þorleif Þorleifsson, einstök listaverk sem ég þekkti hreinlega ekki áður.

Sjálfur varð ég dálítið montinn að geta rifjað upp að hafa unnið nokkur störf sem þarna er lýst – ég var í uppskipun þar sem maður staflaði kössum með frosnum fiski í lest, vann á flökunarvélum í frystihúsi og í frystigeymslu og svo fór ég í sölutúr með íslenskum fiskibáti til Grimsby.

Það nennti samt enginn að hlusta þegar ég var að reyna að segja frá þessu.

Hafnarkall_1782846710

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“