Guðmundur Steingrímsson fór úr Samfylkingunni í Framsóknarflokkinn, var kosinn á þing fyrir norðan, í gömlu kjördæmi flokksformannanna og forsætisráðherranna, föður síns og afa. Ljóminn af Hermanni og Steingrími hjálpaði honum ábyggilega.
Nú er hann orðin miðdepillinn í innanflokksátökum þar sem hann mætir Sigmundi Davíð flokksformanni, en ekki síður tveimur mönnum sem eru ráðríkir í flokknum bak við tjöldin, Guðna Ágústssyni og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í Skagafirði og umdeildum kaupsýslumanni.
Þessir menn eiga mikið í nokkrum þingmönnum flokksins, Þórólfur í Gunnari Braga Sveinssyni þingflokksformanni, og Guðni í Vigdísi Hauksdóttur, sem er mágkona Guðna, og Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanni flokksins á Suðurlandi.
Á móti eru Guðmundur, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, en þau eiga undir högg að sækja í þingflokknum.