fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: Króna og sex milljarða skuld

Egill Helgason
Föstudaginn 9. apríl 2010 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir fjallar um stefnu skilanefndar Glitnis á hendur umsvifamönnunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding fyrrum forstjóra Glitnis og þremur starfsmönnum bankans í pistli sem hún flutti í Speglinum í gær. Niðurlag pistilsins er svohljóðandi:

— — —

Í stefnunni segir að Jón Ásgeir og Pálmi hafi ‘átt frumkvæðið að, hvatt til og í raun stýrt þeirri ákvörðun’ meðstefndu bankamannanna fjögurra að veita lánið. Í raun voru þetta sýndarviðskipti sem gengu út á að koma tveimur milljörðum í vasa tvímenninganna. Bankamönnunum er stefnt fyrir gróf brot á starfskyldum.

Þessi sýndarviðskipti snúast um sex milljarða. Gjaldþrota félög tengd Baugi og Fons skipta tugum og tapið mælist í hundruðum milljarða. Margar ósagðar sögur þar, líka sögur af meðleikendum tvímenninganna, til dæmis eignarhaldsfélaginu Sundi, nú Icecapital, sem flaut oft með í kaupfléttum tengdum Baugi og reyndar einnig fleiri umsvifamönnum.

Allir bankarnir eiga sína spretti í umsvifasögu Baugs og Fons. Kaupþing byggði Baug upp þegar um og eftir 2000 og fylgdi félaginu til útlanda. Landsbankinn lagði ótæpilega til Baugs, ekki síst seinni árin þegar Kaupþing var orðið hikandi. Baugur og Fons gerðu það bara nokkuð gott áður en þeir urðu aðaleigendur Glitnis en þaðan hrutu þó milljarðarnir sex og fleiri lán á þeim tíma þegar lítið var um lánsfé. Afraksturinn af viðskiptunum er milljarða kröfur bankanna þriggja í félög tvímenninganna sem aldrei fæst nema brotabrot upp í.

Sex milljarða lánið og hliðstæð lán í öllum bönkunum stangast ekki aðeins á við siðferðiskennd og heilbrigða skynsemi heldur líka á við allt sem heitir eðlilega viðskiptahætti. Það var nokkuð fyrirsjáanlegt sumarið 2008, þegar forráðamenn Glitnis féllust á að kaupa á krónu eignalaust félag með sex milljarða skuldir að þarna fengist aldrei króna til baka.

Það er áleitin spurning hvernig hægt var að fá þrjá banka til að lána jafn fáum með jafn glórulausum hætti og raunin varð í íslensku bönkunum. Á Ítalíu búa menn yfir mikilli reynslu af skipulagðri glæpastarfsemi – og ein niðurstaðan þar er að glæpir þrífist í afkimum sem ríkið nær ekki til. Það á eftir að dæma í máli skilanefndarinnar en miðað við þetta mál og önnur sem gætu skilað sér með tíð og tíma virðist svigrúmið í bönkunum fyrir utan lög og rétt hafa verið drjúgt. Vonandi að skýrsla rannsóknarnefndarinnar varpi einhverju ljósi á þessa sérstæðu viðskiptahætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“