fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Eva Joly í forsetaframboð?

Egill Helgason
Mánudaginn 5. apríl 2010 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frönskum fjölmiðlum eru uppi vangaveltur um að Eva Joly sé líklegur frambjóðandi í forsetakosningum í Frakklandi árið 2012.

Hún situr nú á Evrópuþinginu fyrir græningja sem buðu fram undir heitinu Europe Ecologie, hún og Daniel Cohn-Bendit, gamli stúdentaforinginn, unnu þar mikinn sigur.

Græningjar telja sig þurfa sterkan kandídat fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár og þá er nafn Joly helst nefnt.

Kosningarnar eru í tveimur umferðum, í þeirri fyrri er kosið milli nokkurs fjölda frambjóðenda, en í þeirri síðari er kosið milli tveggja efstu. Það eru yfirleitt frambjóðendur hægri aflanna og sósíalista, þótt ekki sé það einhlítt. Í kosningunum 2002 komst þjóðernissinninn Le Pen í aðra umferð.

En frambjóðendurnir fá mikla athygli í fjölmiðlum, og til þess er leikurinn gerður, fremur en að líklegt sé að Joly yrði kosin forseti.

Nicolas Sarkozy forseti verður sjálfsagt áfram frambjóðandi hægri aflanna, en hann á pólitískt í vök að verjast. Meðal hugsanlegra frambjóðenda sósíalista er Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóða gjadeyrissjóðsins. Hann hefur forskot á Sarkosy í skoðanakönnunum.

Þetta gætu orðið kosningar með nokkuð fjölþjóðlegt yfirbragð. Faðir Sarkozys var ungverskur aristókrati, Strauss-Kahn er af gyðingaættum en ólst upp í Marokkó, en Joly er, eins og allir vita, norsk að uppruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?