fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarsamstarfið: Þrjú ár í viðbót?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. mars 2010 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir flokksráðsfund VG er sagt að stjórnarsamstarfið sé ekki í hættu. Það eru greinilega ekki allir í VG sem móðgast yfir þeim orðum Jóhönnu að samstarfið sé eins og að smala köttum.

Jóhanna er ekki orðhög kona. Þetta eru hérumbil fleygustu orð sem hafa heyrst úr munni hennar – og skal ekki gera lítið úr því.

En staðreyndirnar tala sínu máli.

Eftir flokksráðsfundinn segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir að ekkert liggi á að gera breytingar í stjórnarráðinu – sem þó hafa verið ræddar fram og aftur og er kveðið á um í stjórnarsáttmála.

Og Mogginn hefur eftir Ásmundi Einari Daðasyni:

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG…fullyrðir að fyrir forsætisráðherra vaki að veikja stöðu landbúnaðar og sjávarútvegs áður en aðildarviðræður við ESB hefjist af fullum krafti.“

Þetta eru stór orð – þingmaður úr stjórnariðinu segir að stjórnin sem hann styður sé vísvitandi að veikja atvinnuvegina í landinu.

Flestir í stjórnarliðinu vita þó hversu mikið er í húfi. Þarna hafa vinstriflokkarnir tveir fengið tækifæri til að stjórna landinu heilt kjörtímabil. Ef það klúðrast, er langt þangað til slíkt tækifæri kemur aftur og það mun varpa skugga yfir vinstri vænginn í langan tíma.

En svo er spurningin hvort sé yfirleitt hægt að halda áfram í þrjú ár í viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?